Anton Lyngdal (Mr. Awkward show/Opes_vs_vato) er reykvískur konseptlistamaður. Anton starfar undir nokkrum listamannanöfnum, eða ultra egóum, líkt og hann kallar það sjálfur. Hann vinnur með fjölbreytt efni og listsvið svo sem graffíti, glerblástur, málun, rapp, myndbanda- og skúlptúragerð.
Innblástur sinn sækir Anton að mestu í hegðun mannsins. Hann vinnur mikið með minningar, fyrirmyndir og leitar gjarnan leiða til að nýta listina sem styrk til að komast í gegnum hin ýmsu áföll sem lífið býður upp á.
Anton útskrifaðist með BA árið 2017 frá Gerrit Rietveld Academie og hlaut útskriftarverk hans þar tilnefningu til verðlauna útskriftarnema. Áður hafði hann útskrifast, 2012, frá Myndlistarskóla Reykjavíkur.
Anton hefur haldið og tekið þátt í fjölmörgum sýningum, erlendis og hérlendis. Þar má nefna þátttöku í Hönnunarmars, einkasýningar í Núllið Gallerý og samsýningar í Artin Amsterdam, De Kring Amsterdam, Gallerí Fold og Gallerý Port. Ásamt þessu rak hann listastudíó í Rotterdam um tíma með listahópnum Madlab.
Anton er meðlimur í MHR, SÍM, Fyrirbæri, Madlab og Robot Disko.
Anton Lyngdal
Mynd