//
15-17. ÁGÚST
//
UMSÓKNARFRESTUR RENNUR ÚT 6. APRÍL.
SÆKIÐ UM NÚNA!
Siglufjörður er heillandi sjávarþorp og er nyrsti kaupstaðurinn á Íslandi og stendur við lítinn, samnefndan fjörð, undir háum fjöllum. Fáir bæir á Íslandi eiga sér jafn viðburðaríka sögu og er mannlíf bæjarins fjölbreytilegt og ýmis konar félags- og menningarstarf blómlegt. Það er í þessum fagra firði sem við erum stolt af því að halda fyrstu Myndasöguhátíð Íslands.
Siglufjörður skipar sérstakan sess í íslenskri menningarsögu, meðal annars sem fæðingarstaður íslenskrar myndasöguútgáfu. Það var hér sem Siglufjarðar Prentsmiðjan skráði sig í sögubækurnar á fjórða áratug 20. aldar og var fyrst til að gefa út myndasögur á íslensku. Þar með hófst ástríða fyrir sjónrænni frásagnarlist sem heldur áfram að dafna um allt Ísland.
Með tilkomu Myndasöguhátíðarinnar á Siglufirði er komið að nýjum kafla í menningarsögu bæjarins og verður þetta fyrsta myndasöguhátíð Íslands Þannig sýnum við að heimur myndasögunnar þrífst og dafnar á ólíklegustu stöðum. Myndasöguhátíðin á Siglufirðri er til heiðurs myndasöguforminu þar sem fjölbreytileika miðilsins er gert hátt undir höfði. Fjölbreytt dagskrá verður í boði og eitthvað fyrir alla. Listamenn verða með sýningarbása, „Drekktu og Teiknaðu“ kvöld með lifandi tónlist, spennandi sýningar, fyrirlestrar og teiknimyndir sýndar. Viðburðir fara fram víðsvegar um Siglufjörð og gefst gestum tækifæri að upplifa bæinn ásamt því njóta viðburða hátíðarinnar.
Hvort sem þú ert upprennandi höfundur, áhugamaður um myndasögur eða bara forvitin að vita meira um níundu listgreinina, þá verður þessi myndasöguhátíð örugglega einstök upplifun fyrir þig!
Við hlökkum til þess að taka á móti ykkur hvort sem þið búið nær eða fjær og bjóðum ykkur velkomin á þennan sérstaka viðburð.
Ertu myndasöguhöfundur og vilt taka þátt? Viltu fá pláss fyrir verkin þín í sýningarbás með öðrum þátttakendum? Sæktu um og taktu þátt.