Holy Hrafn

Mynd
Holy Hrafn

Hálfsjálfvirki fjöllistamaðurinn Óli Hrafn Jónasson, einnig þekktur sem Holy Hrafn, hefur samið tónlist frá frumbersnku samhliða teikningu og þvíumlíku. Hann hefur gefið út þónokkrar konseptplötur all frá því að hann sendi frá sér breiðskífuna "Pandaríkin" árið 2020, og hefur hvergi hvikað í sínu króníska bralli síðan þá. Óli Hrafn fylgir ákveðinni óútreiknanlegri stefnu þar sem hvað sem er getur skeð og skapast í tíma og tómi. Iðulega er eitthvað nýtt og ferskt rétt handan við hornið þannig að endilega haldið í ykkur andanum, leggist á hlustir og njótið tónlistar, ásta og breiðra brosa.