Mynd
Rakki er móri úr miðbæ Reykjavíkur sem segir sögur í myndum. Hann hefur gefið út myndasögur og sett upp sýningar. Upp á síðkastið hefur hann haldið hittinga með hópnum “Krot og Kaldur”. Þangað mætir fjölbreyttur hópur af fólki sem krotar og kjaftar saman. Úr þeim hafa komið skemmtilegar myndasögur sem urðu til í leiknum “Five minute panic”. Þar sem teiknari hefur fimm mínútur til að teikna ramma í myndasögu. Eftir fimm mín fer sagan til næsta teiknara og þau halda áfram með hana. Sagan er 4-8 rammar og verður oft yndislega súr. Okkur langar að halda hitting á Siglufirði og spila þennan leik þar.