Lefteris Jakúmakis

Mynd
Lefteris Jakúmakis portrait

Lefteris er fæddur í Aþenu árið 1984 og lærði myndlist við Háskóla Aristótelesar í Þessalóníkuborg. Í upphafi ferils síns málaði hann stór olíu- og akrýlmálverk en færði sig svo yfir í gerð smærri verka sem sameina litaprentun og hefðbundið blek. Frá árinu 2017 hefur hann einbeitt sér að skrifum og myndasögugerð. Árið 2023 gaf útgáfufélagið Ekdoseis Sto Perithorio út nýjustu bók hans DJ Á Kebabstað. Núna er hann að skrifa bók um reynslu sína sem starfsmaður í íslenskum sjávarútvegi ásamt því að vinna að nýrri myndasögu. Lefteris er stofnandi Myndasöguhátíðar Siglufjarðar sem verður haldin sumarið 2024.