Mynd
Fannar er teiknari starfandi í Reykjavík. Fannar hefur mestmegnis verið að teikna plötuumslög og tónleikaplaköt fyrir jaðarsenuna á Íslandi. Inn á milli hefur hán þó líka teiknað myndasögur og gefið út smárit með teikningum. Undanfarið hefur hán einnig verið að færa sig í ríkari mæli út í kvikun (e. animation) og hefur hán kvikað tónlistarmyndbönd sem og kynningarmyndbönd fyrir t.d. K-Town Hardcore Fest í Kaupmannahöfn. Fannar vinnur helst með fagurfræðileg áhrif frá pönki og hardcore, teiknimyndum 20. aldar og Bandarískum neðanjarðarmyndasögum frá 7., 8. og 9. áratug síðustu aldar.