
LÍKLEGA NYRSTA MYNDASÖGUHÁTÍÐ Í HEIMI
15. - 17. ÁGÚST 2025
Siglufjörður er heillandi sjávarþorp og er nyrsti kaupstaðurinn á Íslandi og stendur við lítinn, samnefndan fjörð, undir háum fjöllum. Fáir bæir á Íslandi eiga sér jafn viðburðaríka sögu og er mannlíf bæjarins fjölbreytilegt og ýmis konar félags- og menningarstarf blómlegt. Það er í þessum fagra firði sem við erum stolt af því að halda Myndasöguhátíð Íslands.
Siglufjörður skipar sérstakan sess í íslenskri menningarsögu, meðal annars sem fæðingarstaður íslenskrar myndasöguútgáfu. Það var hér sem Siglufjarðar Prentsmiðjan skráði sig í sögubækurnar á fjórða áratug 20. aldar og var fyrst til að gefa út myndasögur á íslensku. Þar með hófst ástríða fyrir sjónrænni frásagnarlist sem heldur áfram að dafna um allt Ísland.
Myndasöguhátíðin á Siglufirðri er til heiðurs myndasöguforminu þar sem fjölbreytileika miðilsins er gert hátt undir höfði. Fjölbreytt dagskrá verður í boði og eitthvað fyrir alla. Listamenn verða með sýningarbása, „Bingó og Teikna“ kvöld, tónleikar, spennandi sýningar, fyrirlestrar og fleira.
Viðburðir fara fram víðsvegar um Siglufjörð og gefst gestum tækifæri að upplifa bæinn ásamt því njóta viðburða hátíðarinnar.
Hvort sem þú ert upprennandi höfundur, áhugamaður um myndasögur eða bara forvitin að vita meira um níundu listgreinina, þá verður þessi myndasöguhátíð örugglega einstök upplifun fyrir þig!
Við hlökkum til þess að taka á móti ykkur hvort sem þið búið nær eða fjær og bjóðum ykkur velkomin á þennan sérstaka viðburð.
17:00 • Sýningaropnun: Bara Vatnslitir eftir Simone Campisano, í Söluturninum Gallerí.
17:00 • Sýningaropnun: Fjarlægðin gerir fjöllin blá, myndasögusýning frá Íslensku Myndasögufélaginu og vinum, í Söluturninum Gallerí.
• Sýningar verða opnar um hátíðarhelgina, frá kl. 12:00 til 16:00
20:30 • Bingó og Teikna með Sindra „Frey“ Sparkle, í Segli 67 Brugghús.
11:00• Fyrirlestur: Kynning á leturgerð og grafískri hönnun fyrir teiknimyndasögur með Simone Campisano, í Ráðhússalnum.
Sögusýningin Siglufjarðarprentsmiðja, í umsjón Örlygs Kristfinnssonar, verður opin meðan á listamannaportinu stendur í Ráðhússalnum.
21:00 • Tónleikar með Martian Motors og Guðum Hins Nýja Tíma, í Segli 67 Brugghús.
11:00 • Myndasögugerð fyrir börn með Ötlu Hrafneyju, í Ráðhússalnum.
13:00 • Pallborð: Hvernig má styðja sjálfstæða myndasöguhöfunda og hjálpa senunni að blómstra, í Ráðhússalnum. Með sérstökum gestum frá samfélagi íslenska teiknimyndasögunnar. Pallborðsumræðurnar verða á íslensku.