MYNDASÖGUHÁTÍÐ SIGLUFJARÐAR

LÍKLEGA NYRSTA MYNDASÖGUHÁTÍÐ Í HEIMI

30. ÁGÚST -
- 1. SEPTEMBER 2024
2024

SILGUFJÖRÐUR COMICS FESTIVAL
Follow us on Instagram Find us on Facebook

Velkomin á Myndasöguhátíð Siglufjarðar

Fyrsta myndasöguhátíð Íslands (og líklega sú nyrsta í heimi)

Siglufjörður er heillandi sjávarþorp og er nyrsti kaupstaðurinn á Íslandi og stendur við lítinn, samnefndan fjörð, undir háum fjöllum. Fáir bæir á Íslandi eiga sér jafn viðburðaríka sögu og er mannlíf bæjarins fjölbreytilegt og ýmis konar félags- og menningarstarf blómlegt. Það er í þessum fagra firði sem við erum stolt af því að halda fyrstu Myndasöguhátíð Íslands.

Siglufjörður skipar sérstakan sess í íslenskri menningarsögu, meðal annars sem fæðingarstaður íslenskrar myndasöguútgáfu. Það var hér sem Siglufjarðar Prentsmiðjan skráði sig í sögubækurnar á fjórða áratug 20. aldar og var fyrst til að gefa út myndasögur á íslensku. Þar með hófst ástríða fyrir sjónrænni frásagnarlist sem heldur áfram að dafna um allt Ísland.

Með tilkomu Myndasöguhátíðarinnar á Siglufirði er komið að nýjum kafla í menningarsögu bæjarins og verður þetta fyrsta myndasöguhátíð Íslands Þannig sýnum við að heimur myndasögunnar þrífst og dafnar á ólíklegustu stöðum. Myndasöguhátíðin á Siglufirðri er til heiðurs myndasöguforminu þar sem fjölbreytileika miðilsins er gert hátt undir höfði. Fjölbreytt dagskrá verður í boði og eitthvað fyrir alla. Listamenn verða með sýningarbása, „Drekktu og Teiknaðu“ kvöld með lifandi tónlist, spennandi sýningar, fyrirlestrar og teiknimyndir sýndar. Viðburðir fara fram víðsvegar um Siglufjörð og gefst gestum tækifæri að upplifa bæinn ásamt því njóta viðburða hátíðarinnar. 

Hvort sem þú ert upprennandi höfundur, áhugamaður um myndasögur eða bara forvitin að vita meira um níundu listgreinina, þá verður þessi myndasöguhátíð örugglega einstök upplifun fyrir þig! 

Við hlökkum til þess að taka á móti ykkur hvort sem þið búið nær eða fjær og bjóðum ykkur velkomin á þennan sérstaka viðburð.
 

Stuðningsaðilar

Fjallabyggð
Segull 67
Merki-Safnsins
Svart
Thessaloninki Aniamtion Festival
LA Comics Festival

LISTAMENN

Heimafólk og alþjóðlegir gestir sem eiga verk í sýningarbásum.

DAGSKRÁ

Uppgötvið myndasögur, ræðið við listafólk, lærið, leikið og hlustið í spennandi dagskrá hátíðarinnar.

Föstudagur 30. ágúst

  • 17:00 Sýning Brian Pilkington í Síldarminjasafninu

Experience the enchanting world of Icelandic Trolls through the eyes of acclaimed illustrator Brian Pilkington. This very special exhibition will showcase original illustrations of Trolls and Yule Lads, capturing the essence of Iceland's folk traditions.

Born in 1950 in Liverpool, England, Brian’s journey into the captivating realm of Icelandic Trolls began in the 1980s. Throughout his prolific career, Brian has released more than 20 books about Icelandic Trolls, each translated into dozens of languages. 

His approach is traditional—everything is done by hand. Using brushes on mid-sized canvases, Brian meticulously paints his pictures, bringing to life his emotionally vibrant characters under a distinctly Icelandic light. Each illustration—painted with such love and attention to detail, from the accurate depiction of birds and Icelandic landscapes to the Troll’s attire, jewelry and housewares—is a testimony to Brian’s personal journey into the magical sphere of Icelandic nature, folklore and Christmas traditions. 

His works are instantly recognizable to every Icelander, young and old alike, and have helped canonize what Trolls and Yule Lads look like in popular Icelandic culture.

Don’t miss this rare opportunity to witness up-close the exquisite craftsmanship of Brian Pilkington’s creative genius. Opening on August 30th at The Herring Era Museum, the exhibition will run throughout the month of September.

  • 20:00 - 21:00 Drekktu og teiknaðu í Segli 67

Join us for a special Drink and Draw event featuring live jazz music by the Akureyri-based duo, Baby Bop!

Drink and Draw is a social event where people gather to draw and scribble while enjoying drinks. It's a casual environment where you can express yourself artistically and mingle with others. Sure, not everyone is an artist, but anyone can draw! Drink and Draw is not an art class. It's a social affair where seasoned scribblers and absolute beginners alike come together to create masterpieces. No commitment—just pure, relaxed fun.

Drink and Draw events have become a beloved monthly tradition in Siglufjordur, where we gather to draw together and enjoy a variety of locally crafted beers by our host, Segull 67. But this time, we're taking it to the next level. Enjoy the soothing sounds of live jazz music while you sketch away. 

No alcohol, no problem! Grab a refreshing soda from the bar and keep drawing and enjoying.

We'll provide art supplies, but you are very welcome to bring your own too.

Don't miss out on this special event where art meets music meets drinks and partying. See you there for an evening of creativity and fun!

Schedule Soon

Laugardaginn 31. ágúst

  • 13:00 - 18:30 Sýningarbásar listamanna í Segli 67

The Artist's Alley is the heart and soul of our event, where a colorful cast of artists from near and far come together to showcase their creations, ranging from comics and illustrations to prints and handmade crafts.

But hey, it's more than just a marketplace—it's a community. Here, you can chat with the artists themselves, get a behind-the-scenes peek at their process, make new friends, and maybe even score some sweet loot to take home!

So come on down, folks, for a wild ride through the wacky world of comics at the Artist's Alley!

  •  

Schedule Soon

Sunnudaginn 1. september

  • 13:00-16:00 Vinnustofa í borðspilum í boði Goblin Spilamiðstövarinnar í Segli 67

Your quest for adventure begins here, at our tabletop games workshop, hosted by Goblin. Featuring miniature wargames, role-playing games, and trading card games, suitable for adventurers of all ages. So gather your party and embark on an epic afternoon of fun for the whole family!

And if you find a game you love, Goblin will have a pop-up store on-site for those who want to buy their own games and accessories. 

What's more, you'll have the opportunity to admire on-display Warhammer miniatures, painted by local hero and Instagram sensation Ólafur Ólafsson. Ólafur, also known as Black Beard Miniatures, proudly holds a Commended Golden Demon Badge. He describes himself as “just a Warhammer nerd from Siglufjordur”, but his miniatures have been featured in White Dwarf magazine, highlighting his unique painting style and meticulous craftsmanship. 

It's time to roll the dice and level up!

 

Schedule Soon

SÝNINGARSTAÐIR

Hátíðin fer fram á fjölda sýningarstaða í miðbæ Siglufjarðar - Skoðaðu hátíðina og kannaðu bæinn í leiðinni.

Segull 67

SEGULL 67

Segull 67 er lítið handverksbrugghús í fjölskyldueigu í miðbæ Siglufjarðar. Brugghúsið er samstarfsverkefni eigandans, Matta og föður hans, afa og annarra fjölskyldumeðlima þar sem allir leggja hönd á plóg. Segull 67 er til húsa í gömlu fiskvinnsluhúsi sem hefur verið endurnýjað og hannað til þess að hýsa bruggverksmiðju og ýmiskonar viðburði. 

Nafnið „Segull“ hefur sérstaka þýðingu fyrir fjölskylduna og vísar í segulnál áttavita sem óháð staðsetningu vísar alltaf í norður. Að auki hefur talan 67 verið fjölskyldunni mikilvæg. Langafi Matta ók vörubíl með númeraplötunni F67 og afi hans fór sjós með bátsnúmerið SI67. 

Brugghúsið býður upp á leiðsögn um aðstöðu sína og starfsemi og einnig má finna þar viðburðarrými fyrir ráðstefnur, veislur, sýningar, íþróttaviðburði, lifandi tónlist og fleira.

Sildarminjasafn Íslands

The Herring Era Museum

Síldarminjasafnið er stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins. Í þremur ólíkum húsum kynnumst við síldveiðum,vinnslu á silfri hafsins og mikilvægi Síldarinnar í sögulegu-og efnahagslegu samhengi. Mikilvægi síldarvinnslunar í efnhagslegri uppbyggingu þjóðarinnar er það mikil að oft er talað um Síldarævintýri. Róaldsbrakki er gamla norska söltunarstöðin og þar er flest eins og áður, vistarverur síldarstúlknanna, kontórinn og vinnuplássið. Í Bátahúsinu og bræðsluminjahúsinu Gránu fara tíðum fram tónleikar og listsýningar. Í Gránu er safn um sögu bræðsluiðnaðarins sem löngum hefur verið kallaður fyrsta stóriðja Íslendinga. Þar hefur verið komið upp lítilli síldarverksmiðju frá 1935-40. Í Bátahúsinu liggja skip og bátar við bryggjur þar sem hafnarstemningin frá því um 1950 er endursköpuð.

Gallerí Söluturninn

Söluturninn Gallery

Gallerí Söluturninn hefur verið starfrækt frá árinu 2018. Allmargar sýningar hafa verið haldnar þar árlega; skúlptúrar Árna Páls Jóhannssonar, málverkasýningar Arnars Herbertssonar, Kristjáns Jóhannssonar, Guðmundar Kristjánssonar, Írisar Ólafar Sigurjónsdóttur og Örlygs Kristfinnssonar. Samsýningar og loks var þar sýning á glerlistaverkum Piu Sverrisdóttur. Söluturninn er nafn á verslun þar sem um áratugi var aðallega höndlað með sælgæti, gosdrykki og dagblöð. Húsið var byggt árið 1905 fyrir verslun og lauk rekstri þar 1999. Þá gekk það í endurnýjun lífdaga með gagngerri viðgerð sem nokkrir áhugamenn um sögu Siglufjarðar stóðu fyrir. Söluturninn er í eigu Guðnýjar Róbertsdóttur og Örlygs Kristfinnssonar.

SÆKJA UM!

Ertu myndasöguhöfundur og vilt taka þátt? Viltu fá pláss fyrir verkin þín í sýningarbás með öðrum þátttakendum? Sæktu um og taktu þátt.