MYNDASÖGUHÁTÍÐ SIGLUFJARÐAR

LÍKLEGA NYRSTA MYNDASÖGUHÁTÍÐ Í HEIMI

30. ÁGÚST -
- 1. SEPTEMBER 2024
2024

SILGUFJÖRÐUR COMICS FESTIVAL
Follow us on Instagram Find us on Facebook

Velkomin á Myndasöguhátíð Siglufjarðar

Fyrsta myndasöguhátíð Íslands (og líklega sú nyrsta í heimi)

Siglufjörður er heillandi sjávarþorp og er nyrsti kaupstaðurinn á Íslandi og stendur við lítinn, samnefndan fjörð, undir háum fjöllum. Fáir bæir á Íslandi eiga sér jafn viðburðaríka sögu og er mannlíf bæjarins fjölbreytilegt og ýmis konar félags- og menningarstarf blómlegt. Það er í þessum fagra firði sem við erum stolt af því að halda fyrstu Myndasöguhátíð Íslands.

Siglufjörður skipar sérstakan sess í íslenskri menningarsögu, meðal annars sem fæðingarstaður íslenskrar myndasöguútgáfu. Það var hér sem Siglufjarðar Prentsmiðjan skráði sig í sögubækurnar á fjórða áratug 20. aldar og var fyrst til að gefa út myndasögur á íslensku. Þar með hófst ástríða fyrir sjónrænni frásagnarlist sem heldur áfram að dafna um allt Ísland.

Með tilkomu Myndasöguhátíðarinnar á Siglufirði er komið að nýjum kafla í menningarsögu bæjarins og verður þetta fyrsta myndasöguhátíð Íslands Þannig sýnum við að heimur myndasögunnar þrífst og dafnar á ólíklegustu stöðum. Myndasöguhátíðin á Siglufirðri er til heiðurs myndasöguforminu þar sem fjölbreytileika miðilsins er gert hátt undir höfði. Fjölbreytt dagskrá verður í boði og eitthvað fyrir alla. Listamenn verða með sýningarbása, „Drekktu og Teiknaðu“ kvöld með lifandi tónlist, spennandi sýningar, fyrirlestrar og teiknimyndir sýndar. Viðburðir fara fram víðsvegar um Siglufjörð og gefst gestum tækifæri að upplifa bæinn ásamt því njóta viðburða hátíðarinnar. 

Hvort sem þú ert upprennandi höfundur, áhugamaður um myndasögur eða bara forvitin að vita meira um níundu listgreinina, þá verður þessi myndasöguhátíð örugglega einstök upplifun fyrir þig! 

Við hlökkum til þess að taka á móti ykkur hvort sem þið búið nær eða fjær og bjóðum ykkur velkomin á þennan sérstaka viðburð.
 

Stuðningsaðilar

Fjallabyggð
Segull 67
Merki-Safnsins
Svart
Thessaloninki Aniamtion Festival
LA Comics Festival

LISTAMENN

Heimafólk og alþjóðlegir gestir sem eiga verk í sýningarbásum.

DAGSKRÁ

Uppgötvið myndasögur, ræðið við listafólk, lærið, leikið og hlustið í spennandi dagskrá hátíðarinnar.

Föstudagur 30. ágúst

 • 17:00 Siglufjarðarprentsmidja , sögusýning í Söluturninum Gallerí

Did you know that the early history of comics in Iceland can be traced back to Siglufjörður?
Comic books and action magazines have been found in Iceland ever since the 1940s, when American soldiers were stationed here, in the years around and after World War II, bringing with them various examples of popular American culture, including comic books. It was in Siglufjörður, at the end of the 1930s, that Siglufjarðarprentsmidja started publishing Tarzan comic books. This publishing house would translate the captions and publish Icelandic versions of popular comics books, such as Tarzan, Superman, Batman, Spider-Man, Laurel and Hardy, and Tom & Jerry. These Icelandic copies were then sold at gas stations and convenience stores, for eager children and adults alike. Since then, the heroes of these comic books have become a large part of the cultural upbringing of Icelandic children and remain beloved to many up until this day. 
 

Join us at Söluturnin Gallery to learn more about this fascinating chapter of history that unfolded in the far corner of the country but which had a lasting impact on the arts and culture landscape of Iceland. 
Opening on August 30th at The Herring Era Museum, the exhibition will run throughout the month of September.

About the curator:

Örlygur Kristfinnsson, born in 1949, studied at the Art and Craft School of Iceland and, upon graduation, dedicated many years to teaching. A lifelong resident of Siglufjörður, Örlygur has an intimate understanding of the town, its people, and its rich history. As a founding member and first director of the Herring Era Museum of Iceland, Örlygur is deeply immersed in the herring history that is so vital to Siglufjörður's identity. His lifelong work—as an educator, author, painter, local historian and now curator of the Siglufjarðarprentsmidja exhibition for the Siglufjörður Comics Festival—reflects his commitment to preserving and sharing the cultural heritage of the region.
 

 • 17:00 Sýning Brian Pilkington í Síldarminjasafninu

Experience the enchanting world of Icelandic Trolls through the eyes of acclaimed illustrator Brian Pilkington. This very special exhibition will showcase original illustrations of Trolls and Yule Lads, capturing the essence of Iceland's folk traditions.

Born in 1950 in Liverpool, England, Brian’s journey into the captivating realm of Icelandic Trolls began in the 1980s. Throughout his prolific career, Brian has released more than 20 books about Icelandic Trolls, each translated into dozens of languages. 

His approach is traditional—everything is done by hand. Using brushes on mid-sized canvases, Brian meticulously paints his pictures, bringing to life his emotionally vibrant characters under a distinctly Icelandic light. Each illustration—painted with such love and attention to detail, from the accurate depiction of birds and Icelandic landscapes to the Troll’s attire, jewelry and housewares—is a testimony to Brian’s personal journey into the magical sphere of Icelandic nature, folklore and Christmas traditions. 

His works are instantly recognizable to every Icelander, young and old alike, and have helped canonize what Trolls and Yule Lads look like in popular Icelandic culture.

Don’t miss this rare opportunity to witness up-close the exquisite craftsmanship of Brian Pilkington’s creative genius. Opening on August 30th at The Herring Era Museum, the exhibition will run throughout the month of September.

 • 20:00 - 21:00 Drekktu og teiknaðu í Segli 67

Join us for a special Drink and Draw event featuring live jazz music by the Akureyri-based duo, Baby Bop!

Drink and Draw is a social event where people gather to draw and scribble while enjoying drinks. It's a casual environment where you can express yourself artistically and mingle with others. Sure, not everyone is an artist, but anyone can draw! Drink and Draw is not an art class. It's a social affair where seasoned scribblers and absolute beginners alike come together to create masterpieces. No commitment—just pure, relaxed fun.

Drink and Draw events have become a beloved monthly tradition in Siglufjordur, where we gather to draw together and enjoy a variety of locally crafted beers by our host, Segull 67. But this time, we're taking it to the next level. Enjoy the soothing sounds of live jazz music while you sketch away. 

No alcohol, no problem! Grab a refreshing soda from the bar and keep drawing and enjoying.

We'll provide art supplies, but you are very welcome to bring your own too.

Don't miss out on this special event where art meets music meets drinks and partying. See you there for an evening of creativity and fun!

 • Aðgangur er ókeypis á alla viðburði.

Laugardaginn 31. ágúst

 • 11:00 - 12:00 Fyrirlestur að morgni eftir Einar V. Másson í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

 Einar V. Másson will deliver a lecture outlining his vision for the future role of Comics in Iceland. In his talk, he will argue how this modest medium can elevate Iceland to prestige and recognition on the international stage, while also addressing the main obstacles to achieving this goal and proposing ways to overcome them.

Einar V. Másson is an award-winning cartoonist, illustrator, translator and comic book editor from Reykjavík, Iceland. In 2019 he co-founded the Icelandic Comic Book Society (ÍMS) alongside Atla Hrafney Önnudóttir and Védís Huldudóttir, and serves as its current chairman. He has edited and published dozens of comics, including award-winning works at the Reykjavík Fringe Art Festival. In 2022, he translated and published Scott McCloud’s Understanding Comics into Icelandic. In 2023, he was the unanimous winner of  the World Comic Strip Championship in Oulu, Finland. He is the co-creator of the Bruce the Angry Bear weekly webcomic series, the longest-running Icelandic webseries on record.

 • 13:00 - 18:30 Sýningarbásar listamanna í Segli 67

The Artist's Alley is the heart and soul of our event, where a colorful cast of artists from near and far come together to showcase their creations, ranging from comics and illustrations to prints and handmade crafts.

But hey, it's more than just a marketplace—it's a community. Here, you can chat with the artists themselves, get a behind-the-scenes peek at their process, make new friends, and maybe even score some sweet loot to take home!

So come on down, folks, for a wild ride through the wacky world of comics at the Artist's Alley!

 • 21:30 - 22:30 Holy Hrafn tónleikar í Segli 67

Get ready for an electric musical drag act that will blow your minds! Join us on the dancefloor for a night of silky tunes and glitter, as Holy Hrafn is taking the stage at Segull 67.

But who is Holy Hrafn? According to Dr. Vigdís Vala, Óli Hrafn Jónasson, who also goes by the name Holy Hrafn when the weather is good, produces everything from swinging grooves to graphic literature and comics. In his work, he intertwines reality with ideas, misconceptions, references to popular culture, and private memories that are relevant to a few to create an output that should not be ignored by anyone who calls themselves sane. Like most people, Holy Hrafn has a favorite corner shop. To find out which one it is, you should not skip any appearances, lock your eyes on the lad and keep an ear out for him . Right… or you could just read the book!

 • Aðgangur er ókeypis á alla viðburði.

Sunnudaginn 1. september

 • 11:00-12:00 Fyrirlestur að morgni eftir Emmu Sanderson í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Want to know more about preparing your files for publication and other technical thingy’s? Maybe you’re also interested in learning how the principles of graphic design can enhance comic book layouts and storytelling? Join Emma Sanderson for a morning where she explores how typography, colour theory, and composition can influence the reading experience and emotional impact of a comic. She’ll also discuss branding and marketing for self-promotion, artwork licensing and commissions, self-publishing how to’s, working with clients or art directors and lastly confidence building and tools for burnout, imposter syndrome or creative block.

Emma Sanderson is a seasoned Graphic designer, mural artist, and illustrator with over 20 years of experience. She began her career in advertising agencies in Australia and Scotland but has spent the last four years in the 'for-purpose' sector, working with an Australian Indigenous health organisation. Inspired by managing an Aboriginal art centre in a remote Western Australian desert community, Emma uses her skills to address social issues through branding, illustration, and marketing. She has also founded and managed artist-run spaces, hosting workshops and events that foster community engagement and creativity.
 

 • 13:00-16:00 Vinnustofa í borðspilum í boði Goblin Spilamiðstövarinnar í Segli 67

Your quest for adventure begins here, at our tabletop games workshop, hosted by Goblin. Featuring miniature wargames, role-playing games, and trading card games, suitable for adventurers of all ages. So gather your party and embark on an epic afternoon of fun for the whole family!

And if you find a game you love, Goblin will have a pop-up store on-site for those who want to buy their own games and accessories. 

What's more, you'll have the opportunity to admire on-display Warhammer miniatures, painted by local hero and Instagram sensation Ólafur Ólafsson. Ólafur, also known as Black Beard Miniatures, proudly holds a Commended Golden Demon Badge. He describes himself as “just a Warhammer nerd from Siglufjordur”, but his miniatures have been featured in White Dwarf magazine, highlighting his unique painting style and meticulous craftsmanship. 

It's time to roll the dice and level up!

 • 17:00-19:00 Teiknimyndir Fyrir Krakka í Síldarminjasafninu

Join us for an unforgettable afternoon of family fun at the Herring Era Museum where we're rolling out the red carpet for a special event in collaboration with the prestigious Thessaloniki Animation Festival (TAF). Enjoy a screening of short animated movies for children, hand-picked from the archive of Thessaloniki Animation Festival and specially curated for this event by TAF´s Programme Director! Admission to the screening is free of charge.  Don’t miss this magical experience!

Thessaloniki Animation Festival (TAF) has taken place annually in Thessaloniki, Greece since 2015, focusing on education, culture, and the art of animation. Over 9 years, TAF has showcased works from global artists in collaboration with the Municipality of Thessaloniki and various departments and organizations. The festival has hosted renowned artists like Rony Oren and Tim Allen and introduced the Balkan Animation Forum (BAF) in 2020 to foster industry connections and opportunities. Since its inception, the festival has attracted 49,000 attendees, and the TAF team remains dedicated to expanding and enhancing the festival experience.

 • Aðgangur er ókeypis á alla viðburði.

SÝNINGARSTAÐIR

Hátíðin fer fram á fjölda sýningarstaða í miðbæ Siglufjarðar - Skoðaðu hátíðina og kannaðu bæinn í leiðinni.

Segull 67

SEGULL 67

Segull 67 er lítið handverksbrugghús í fjölskyldueigu í miðbæ Siglufjarðar. Brugghúsið er samstarfsverkefni eigandans, Matta og föður hans, afa og annarra fjölskyldumeðlima þar sem allir leggja hönd á plóg. Segull 67 er til húsa í gömlu fiskvinnsluhúsi sem hefur verið endurnýjað og hannað til þess að hýsa bruggverksmiðju og ýmiskonar viðburði. 

Nafnið „Segull“ hefur sérstaka þýðingu fyrir fjölskylduna og vísar í segulnál áttavita sem óháð staðsetningu vísar alltaf í norður. Að auki hefur talan 67 verið fjölskyldunni mikilvæg. Langafi Matta ók vörubíl með númeraplötunni F67 og afi hans fór sjós með bátsnúmerið SI67. 

Brugghúsið býður upp á leiðsögn um aðstöðu sína og starfsemi og einnig má finna þar viðburðarrými fyrir ráðstefnur, veislur, sýningar, íþróttaviðburði, lifandi tónlist og fleira.

Sildarminjasafn Íslands

The Herring Era Museum

Síldarminjasafnið er stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins. Í þremur ólíkum húsum kynnumst við síldveiðum,vinnslu á silfri hafsins og mikilvægi Síldarinnar í sögulegu-og efnahagslegu samhengi. Mikilvægi síldarvinnslunar í efnhagslegri uppbyggingu þjóðarinnar er það mikil að oft er talað um Síldarævintýri. Róaldsbrakki er gamla norska söltunarstöðin og þar er flest eins og áður, vistarverur síldarstúlknanna, kontórinn og vinnuplássið. Í Bátahúsinu og bræðsluminjahúsinu Gránu fara tíðum fram tónleikar og listsýningar. Í Gránu er safn um sögu bræðsluiðnaðarins sem löngum hefur verið kallaður fyrsta stóriðja Íslendinga. Þar hefur verið komið upp lítilli síldarverksmiðju frá 1935-40. Í Bátahúsinu liggja skip og bátar við bryggjur þar sem hafnarstemningin frá því um 1950 er endursköpuð.

Gallerí Söluturninn

Söluturninn Gallery

Gallerí Söluturninn hefur verið starfrækt frá árinu 2018. Allmargar sýningar hafa verið haldnar þar árlega; skúlptúrar Árna Páls Jóhannssonar, málverkasýningar Arnars Herbertssonar, Kristjáns Jóhannssonar, Guðmundar Kristjánssonar, Írisar Ólafar Sigurjónsdóttur og Örlygs Kristfinnssonar. Samsýningar og loks var þar sýning á glerlistaverkum Piu Sverrisdóttur. Söluturninn er nafn á verslun þar sem um áratugi var aðallega höndlað með sælgæti, gosdrykki og dagblöð. Húsið var byggt árið 1905 fyrir verslun og lauk rekstri þar 1999. Þá gekk það í endurnýjun lífdaga með gagngerri viðgerð sem nokkrir áhugamenn um sögu Siglufjarðar stóðu fyrir. Söluturninn er í eigu Guðnýjar Róbertsdóttur og Örlygs Kristfinnssonar.

Alþýðuhúsið á Siglufirði

Alþýðuhúsið in Siglufjörður

Í desember 2011 festi Aðalheiður S. Eysteinsdóttir kaup á Alþýðuhúsinu á Siglufirði í þeim tilgangi að útbúa þar vinnustofu, heimili og leikvöll lista. Endurgerð hússins lauk 19. júlí 2012 og ævintýrið hófst. 

Markmið með starfseminni í Alþýðuhúsinu er að menning verði hversdagslegur hluti í lífi fólks, þannig að ungum sem öldnum finnist listir og skapandi hugsun eiga erindi við sig. Að skapa leikvöll listamanna og skapandi fólks til að framkalla list sína og vera vettvangur samræðna og tengsla á milli fólks hvaðanæva að. 

Í Alþýðuhúsinu er staðið fyrir víðtækri menningarstarfssemi ár hvert. Áhersla er á myndlist, en starfsemin telur einnig ýmis skapandi samstarfsverkefni, þrjár stórar listahátíðir, jaðartónlist, smiðjur, og vettvang fyrir kraftmikið fólk til að framkvæma eigin verk. Rithöfundar, meistaranemar og tónskáld hafa dvalið um tíma í húsinu við sína iðju og í fimm ár stóðu Arnar Ómarsson og Ari Marteinsson fyrir hugmynda- og samstarfssmiðjunni REITIR workshop sem lauk með útgáfu bókar árið 2017. 

Sérstaða hússins er heimilislegur blær sem umvefur alla starfsemina, listafólkið og gesti sem þangað sækja. Enginn aðgangseyrir er á viðburði og fólk gengur inn í flæðið sem heimilið er, dagskrána sem áætluð er frá morgni til kvölds, eins og hluti af heild eða fjölskyldu. Eldhúsið er hjarta hússins eins og á flestum heimilum, en þar koma allir saman til gæðastunda áður en og eftir að listviðburðir eiga sér stað. 

Húsið er í stöðugri notkun ýmist sem vinnustofa, heimili eða viðburðarými og með sýningarhaldi í Kompunni. Galleríið Kompan var stofnuð í Kaupvangsstræti á Akureyri 1998 en hefur síðastliðin 10 ár verið starfrækt í Alþýðuhúsinu. Listamönnum sem sýna í Kompunni er boðið að dvelja í húsinu um skemmri tíma við undirbúning og í sumum tilfellum gerð sýninga sinna. Sú dvöl reynist oft næringarríkt samtal listamanna og gefur tilefni til frekari kynni aðkomufólks af menningu staðarins. 

Menningarviðburðir eru skipulagðir að jafnaði þrisvar í mánuði. Myndlistarsýningar í Kompunni, Sunnudagskaffi með skapandi fólki og viðburðir í sal. Suma mánuði eru viðburðir um hverja helgi, allt eftir því hversu spennandi listafólk sækir að. Kostirnir við listamannarekin rými á borð við Alþýðuhúsið eru möguleikar á að hliðra til og bæta við eftir því sem andinn blæs hugmyndum í brjóst. Flest listafólk og skapandi einstaklingar sem Aðalheiður býður þátttöku eru spennir fyrir möguleikunum og fagna boðinu og nánast undantekningarlaust verða til ógleymanleg ævintýri. 

Alþýðuhúsið á Siglufirði hefur á þessum 10 árum sannað sig sem áhugaverður vettvangur lista og öðlast sess í hugum fólks sem menningarhús. Það sýnir sig með fjölda gesta er sækja viðburði, stundum þannig að færri komast að en vilja. Á þessum 10 árum hafa um 200 viðburðir farið fram. Um 2000 listamenn og skapandi einstaklingar hafa sýnt, tekið þátt í smiðjum eða komið fram með aðra menningarviðburði í Alþýðuhúsinu.